Vefurinn
Vefurinn er safn GPS punkta og leiða. Aðaláherslan er á gönguleiðir en einnig fljóta aðrar leiðir með.
Um GPS gögnin
GPS punktar, ferlar og önnur gögn á þessari síðu eru birt án ábyrgðar. Þeir sem nota gögnin verða að gera sér ljóst að þau geta verið ónákvæm eða röng og aðstæður breyttar frá þeim tíma, sem gagnanna var aflað. Sérstaklega á þetta við gögn sem eru á jöklum. Þótt gefnir séu nokkrir punktar í leið, er almennt ekki hægt að fara beint á milli þeirra í blindni.
Nákvæmni GPS staðsetninga
Nákvæmni (e: Selective Availability) GPS kerfisins breyttist fyrir almenning þann 1. maí 2000. Fram að því mátti gera ráð fyrir að skekkjan gæti verið allt að 100 m en eftir þann tíma má búast við að skekkjan gæti verið allt að 20 m. Þetta þarf að hafa í huga þegar verið er að nota GPS staðsetningar teknar fyrir 1. maí 2000.
Eru gögnin rétt?
Það eru án efa villur í gögnunum. Vinsamlega látið vita ef villur finnast eða eitthvað má betur fara.
Miðlun og söfnun GPS punkta
Ég hef safnað GPS punktum og ferlum árum saman. Sumt af því hef ég sett á þessa vefsíðu, sem ég hef verið með frá árinu 1996 (gamla GPS síðan). Auðvelt er að hlaða gögnum inn í GPS tæki með forritum í tölvum.
Notkun gagnanna er öllum heimil.