You are here

Hrafnkell Einarsson æviferill

1905 fæddur í Reykjavík, 13. ágúst
1913-1917 dvelur nær óslitið hjá ættmennum á Álftanesi á Mýrum; nýtur barnafræðslu hjá Oddi Jónssyni á Álftanesi þau ár
1917 lýkur fullnaðarprófi í farskóla á Borg í apríl
1917 starfar um sumarið sem þingsveinn í Reykjavík (Alþingi sat júlí-sept.)
1918-1920 nemur á vetrum í skóla séra Ófeigs Vigfússonar að Fellsmúla á Landi
1920 tekur gagnfræðapróf utanskóla við Hinn almenna menntaskóla í Reykjavík
1920 - 1923 situr í máladeild þess skóla: 4., 5. og 6. bekk
1923 þreytir stúdentspróf í júnímánuði
1923 - 1925 fer utan í ágúst til náms í hagfræði við Kielarháskóla í Þýskalandi
1925 - 1927 nemur hagfræði við Vínarháskóla í Austurríki
1927 lýkur í ársbyrjun diplóma gráðu í hagfræði
1927 febrúar - mars skipuleggur doktorsverkefni sitt "Fiskveiðar við Ísland og utanríkisverslun með fisk, áhrif þess á þjóðarhag" og undirbýr heimför til Íslands og heimildaöflun þar vegna verkefnisins
1927 veikist skyndilega í mars af “hitasótt” og dvelst mánaðartíma á spítala í Vín
1927 flyst í apríl til dvalar á heilsuhæli í Alland nálægt Baden
1927 lést 4. nóvember úr berklum (óðatæringu) á Alland-hælinu; jarðsettur í kirkjugarði í nágrenni.

----
Tekið saman í júní 2006 Björg Einarsdóttir