Gönguferð í Brúarárskörð. Gengið frá sumarhúsahverfinu í Miðhúsaskógi. Fyrstu 300-400 metrana er gengið eftir bílslóða en þaðan tekur við gönguslóði. Honum er síðan fylgt að ökuslóða, sem liggur að minni Brúarárskarða við Litlahöfða. Upp hann er göngustígur sem er fylgt að útsýnisstöðum við Brúarárskörðin. Nokkurn vegin sama leið er farin til baka.
Leiðin er um 16 km fram og til baka.
14.7.2014 - ehh@ehh.is
GPX: 0136 - Brúarárskörð 2014-07-06.gpx
Lýsing | Breidd | Lengd |
0136-01 Miðhúsaskógur | N64 16,813 | W20 31,121 |
0136-02 Gönguslóði | N64 17,357 | W20 30,666 |
0136-03 Komið á bílveg | N64 18,320 | W20 31,339 |
0136-04 Göngustígur | N64 19,346 | W20 31,692 |
0136-05 Brúarárskörð | N64 19,824 | W20 32,230 |