Gönguferð á Búrfell í Grímsnesi. Leiðin byrjar við Búrfellskirkju. Þaðan er gengið upp og farið yfir gil og þaðan sem leið liggur uppá fjallið. Nokkrar vörður eru á leiðinni. Farið er vestan við vatnið sem er á fjallinu og að landmælingarvörðu sem er rétt norðan við toppinn. Þaðan er gott útsýni. Farið á toppinn og síðan nokkurn veginn sömu leið til baka.
Leiðin er um 7 km fram og til baka.
13.7.2014 - ehh@ehh.is
GPX: 0135 - Búrfell í Grímsnesi 2014-07-11.gpx
Lýsing | Breidd | Lengd |
0135-01 Byrjun | N64 04,338 | W20 55,478 |
0135-02 Gil | N64 04,887 | W20 56,252 |
0135-03 Varða | N64 05,027 | W20 56,331 |
0135-04 Varða | N64 05,459 | W20 56,681 |
0135-05 Landmælingavarða | N64 05,785 | W20 56,253 |
0135-06 Búrfell toppur | N64 05,658 | W20 56,262 |