0126 - Hrútsfjallstindar 2013-05-18

Gönguferð á Hrústfjallstinda. Þokkalegt og bjart veður framan af ferðinni en í um 1.200 m hæð var komin þoka sem hélst út ferðina. Fyrir bragðið var einungis farið á vestasta tindinn.

Ferðin byrjaði við bílastæðið við Svínafellsjökul. Þaðan var gengið inn með Skaftafellsjökli. Nokkuð góð gönguleið upp Hafrafellið. Í um 500 m hæð er lækur. Hefðbundinni leið fylgt og áning tekin í Sveltiskarði. Í um 1.400 m hæð var farið í línu og á brodda. Upp á tindinn var komið eftir um rúmlega 8 klst. göngu. Niður var komið eftir tæplega 15 klst.

GPS punktar, ferlar og önnur gögn á þessari síðu eru birt án ábyrgðar. Þeir sem nota gögnin verða að gera sér ljóst að þau geta verið ónákvæm eða röng og aðstæður breyttar frá þeim tíma, sem gagnanna var aflað. Sérstaklega á þetta við gögn sem eru á jöklum. Þótt gefnir séu nokkrir punktar í leið, er almennt ekki hægt að fara beint á milli þeirra í blindni.

Leiðin er um 23 km.

11.8.2013 - ehh@ehh.is

GPX: 0126 - Hrútsfjallstindar 2013-05-18.gpx

GPS punktar í GPX skrá

Lýsing Breidd Lengd
0126-01 Bílastæði við Svínafellsjökul N64 00,500 W16 52,803
0126-02 Lagt af stað upp brekkur N64 01,292 W16 53,013
0126-03 Lækur N64 01,522 W16 51,753
0126-04 Leiðarpunktur N64 02,265 W16 49,766
0126-05 Áningarstaður N64 02,659 W16 48,589
0126-06 Farið í línu N64 03,193 W16 47,420
0126-07 Hrútsfjallstindar - vestur tindur N64 03,047 W16 45,310

Kort af leiðinni

-

Hæðarferill

-