Gönguferð á Hrústfjallstinda. Þokkalegt og bjart veður framan af ferðinni en í um 1.200 m hæð var komin þoka sem hélst út ferðina. Fyrir bragðið var einungis farið á vestasta tindinn.
Ferðin byrjaði við bílastæðið við Svínafellsjökul. Þaðan var gengið inn með Skaftafellsjökli. Nokkuð góð gönguleið upp Hafrafellið. Í um 500 m hæð er lækur. Hefðbundinni leið fylgt og áning tekin í Sveltiskarði. Í um 1.400 m hæð var farið í línu og á brodda. Upp á tindinn var komið eftir um rúmlega 8 klst. göngu. Niður var komið eftir tæplega 15 klst.
Leiðin er um 23 km.
11.8.2013 - ehh@ehh.is
GPX: 0126 - Hrútsfjallstindar 2013-05-18.gpx
Lýsing | Breidd | Lengd |
0126-01 Bílastæði við Svínafellsjökul | N64 00,500 | W16 52,803 |
0126-02 Lagt af stað upp brekkur | N64 01,292 | W16 53,013 |
0126-03 Lækur | N64 01,522 | W16 51,753 |
0126-04 Leiðarpunktur | N64 02,265 | W16 49,766 |
0126-05 Áningarstaður | N64 02,659 | W16 48,589 |
0126-06 Farið í línu | N64 03,193 | W16 47,420 |
0126-07 Hrútsfjallstindar - vestur tindur | N64 03,047 | W16 45,310 |