Tveggja daga gönguferð frá skála Útivistar við Sveinstind að Hólaskjóli. Gist var í skála Útivistar í Skælingum. Gengin var hefðbundin gönguleið í Skælinga. Þó var gengið um austurhlíðar Uxatinda. Þar er farin kindagata í um 150 m hæð yfir Skaftá. Auðveldari leið er vestan Uxatinda.
Frá Skælingum var farið uppundir Gjátind en ekki farið á hann vegna þoku. Farið var niður í Eldgjá og eftir henni að bílveginum. Frá göngubrúnni á Ströngukvísl var gengið rúmlega 1 km niður með ánni en þaðan nokkurn vegin beina línu í Hólaskjól.
Leiðin er um 35 km.
28.7.2013 - ehh@ehh.is
GPX: 0125 - Skælingar 2013-07-22.gpx
Lýsing | Breidd | Lengd |
0125-01 Sveinstindur - skáli Útivist | N64 05,159 | W18 24,931 |
0125-02 Skælingar - skáli Útivist | N63 58,838 | W18 31,317 |
0125-03 Göngubrú - Strangakvísl | N63 56,340 | W18 38,450 |
0125-04 Hólaskjól | N63 54,437 | W18 36,273 |