Gönguferð á Mont Blanc. Á leiðinni upp var farin þriggja fjalla leiðin (three mounts route). Þessi leið liggur frá Aguille du Midi um fjöllin Tacul og Maudit og svo upp á tind Mont Blanc. Á niðurleiðinni var farin Gouter leiðin, sem liggur utan í Col du Dome, Dome du Gouter, að Gouter skálanum sem er á Aguille du Gouter, og þaðan um Grand Couloir og Tete Rousse jökul og svo endað við Nid d Aigle lestarstöðina. Þessi leið í heild sinni er kölluð á ensku: Traverse of the 4000ers.
Á fyrsta degi var gengið frá kláfastöðinni Aguille du Midi, sem er fyrir ofan Chamonix í Frakklandi í um 3.775 m hæð. Gengið var þaðan að skálanum Cosmiques (3.613 m), sem er rúmlega eins kílómetra leið og gist þar. Þaðan var lagt af stað um kl. 2 um nóttina. Ferðin á Mont Blanc tindinn (4.808 m) tók okkur tæpa 13 klukkutíma. Síðasta spölinn var farið hægt vegna áhrifa frá hæðinni. Um fimm tímum síðar vorum við komin í Gouter skálann (3.817 m) þar sem við gistum. Næsta morgun var gengið niður að Nid d Aigle lestarstöðinni sem tók um 5 klukkustundir.
Hæðartölum í GPS gögnunum frá ferðinni ber ekki alveg saman við hæðir á kortum. Einnig er rétt að hafa í huga að tímasetningar í GPS gögnunum eru GMT tímar og á þeim tíma sem ferðin var farin munaði 2 klukkutímum á GMT og staðartíma.
Leiðin er um 18 km.
12.5.2013 - ehh@ehh.is
GPX: 0124 - Mont Blanc 2011-08-17.gpx
Lýsing | Breidd | Lengd |
0124-01 Aiguille du Midi | N45 52,734 | E6 53,277 |
0124-02 Cosmiques skálinn | N45 52,403 | E6 53,148 |
0124-03 Epaule du Tacul | N45 51,470 | E6 52,853 |
0124-04 Col du mont Maudit | N45 50,928 | E6 52,411 |
0124-05 Mont Blanc 4808 m | N45 49,976 | E6 51,924 |
0124-06 Refuge Biovouac Vallot | N45 50,350 | E6 51,131 |
0124-07 Refuge du Gouter | N45 51,193 | E6 49,803 |
0124-08 Tete Rosse | N45 51,327 | E6 49,129 |
0124-09 Nil d Aigle lestastöð | N45 51,508 | E6 47,887 |