Bláskógavegur er forn þjóðleið um Kelduhverfi. Farið var frá Rauðhóli, sem er um 3,5 km austan við Sæluhúsamúla að bænum Undirvegg og þaðan niður á þjóðveg við bæinn Hól. Gist var í tjaldi skammt austan eyðibýlisins Bláskóga. Þegar lagt var af stað í upphafi ferðar frá Rauðhóli fannst ekki slóðin fyrr en komið var að Lönguhlíð. Sá hluti leiðarinnar var síðan genginn nokkrum dögum síðar að Rauðhóli. Næst Rauðhóli, fyrstu 900 metrana til austurs liggur Bláskógavegur samsíða eða í núverandi ökuslóða. Á þessum hluta sést gamla leiðin á nokkrum stöðum í vegakantinum. Leiðin er um 24 km og var farin dagana 20. - 23. júlí 2012. Vestan Rauðhóls má rekja slóðina áfram til vesturs.
Leiðin er um 24 km.
5.8.2012 - ehh@ehh.is
GPX: 0122 - Bláskógavegur Í Kelduhverfi 2012-07-20.gpx
Lýsing | Breidd | Lengd |
0122-01 Við Rauðhól | N65 57,571 | W16 58,167 |
0122-02 Sultir - skilti | N65 57,580 | W16 57,343 |
0122-03 Slóð liggur út af ökuslóða | N65 57,581 | W16 57,044 |
0122-04 Bláskógavegur - skilti | N65 57,722 | W16 56,049 |
0122-05 Bláskógavegur við ökuslóða | N65 57,726 | W16 55,976 |
0122-06 Bláskógavegur og Víkingavatn - skilti | N65 58,037 | W16 55,354 |
0122-07 Bláskógavegur og Vogar - skilti | N65 58,572 | W16 53,297 |
0122-08 Tjaldstaður | N66 00,059 | W16 43,953 |
0122-09 Farið af ökuslóða á götu | N66 01,209 | W16 41,215 |
0122-10 Gjáveggur við Undirvegg | N66 01,365 | W16 38,322 |
0122-11 Þjóðvegur við Hól í Kelduhverfi | N66 03,267 | W16 38,231 |