0098 - Hvannadalshnjúkur 2008-05-17

Göngutúr á Hvannadalshnjúk. Farið frá Sandfelli. Gengin slóð að jökulrönd, sem er nú í um 1100 m hæð. Þar er oftast farið í línu og verið í henni alla leið upp og hingað niður á bakaleiðinni. Lækur er við gönguleiðina í um 400 m hæð. Á leiðinni niður var snjó fylgt eins langt og þægilegt var, í um 700 m hæð. Nokkrar sprungur voru á leiðinni, litlar og stórar. Staðsetning þeirra er breytileg frá ári til árs.

Leiðin upp tók um 10 klst. og leiðin niður um 5 klst.

GPS punktar, ferlar og önnur gögn á þessari síðu eru birt án ábyrgðar. Þeir sem nota gögnin verða að gera sér ljóst að þau geta verið ónákvæm eða röng og aðstæður breyttar frá þeim tíma, sem gagnanna var aflað. Sérstaklega á þetta við gögn sem eru á jöklum. Þótt gefnir séu nokkrir punktar í leið, er almennt ekki hægt að fara beint á milli þeirra í blindni.

Leiðin er um 24 km fram og til baka.

1.2.2009 - ehh@ehh.is

GPX: 0098 - Hvannadalshnjúkur 2008-05-17.gpx

GPS punktar í GPX skrá

Lýsing Breidd Lengd
0098-01 Sandfell - bílastæði N63 56,641 W16 47,606
0098-02 Brún og lækur N63 57,226 W16 47,020
0098-03 Brún og hryggur upp N63 57,287 W16 46,040
0098-04 Varða ofan hryggjar N63 57,364 W16 45,886
0098-05 Steinn N63 57,833 W16 44,576
0098-06 Steinn - stór N63 57,908 W16 44,372
0098-07 Skarð N63 58,038 W16 44,140
0098-08 Jökulrönd - oft farið í línu N63 58,113 W16 43,927
0098-09 Leiðarpunktur N63 58,610 W16 42,668
0098-10 Leiðarpunktur 1500 m N63 58,814 W16 42,182
0098-11 Brún á Öræfajökli 1800 m N63 59,380 W16 40,842
0098-12 Beygja á sléttu N63 59,609 W16 40,373
0098-13 LP á sléttu N63 59,824 W16 40,301
0098-14 Beygja á sléttu N64 00,063 W16 40,286
0098-15 Undir Hvannadalshnjúk N64 00,472 W16 40,676
0098-16 LP í Hvannadalshnjúk N64 00,686 W16 40,923
0098-17 Hvannadalshnjúkur - toppur N64 00,852 W16 40,629

Kort af leiðinni

-

Hæðarferill

-