0092 - Dreki - Dyngjufell 1998-07-19

Frá Skálanum Dreka í Öskju er fylgt vegi að bílastæði við Öskjuop. Þaðan er gengið yfir hrauntunguna og hlíðinni fylgt að Jónsskarði. Þar byrjar stikuð leið. Farið upp í skarðið og stikuðu leiðini fylgt í Dyngjufjalladal og síðan að skála FFA, Dyngjufelli.

Athugið að í gögnunum eru aðeins punktar - ekki ferlar.

GPS punktar, ferlar og önnur gögn á þessari síðu eru birt án ábyrgðar. Þeir sem nota gögnin verða að gera sér ljóst að þau geta verið ónákvæm eða röng og aðstæður breyttar frá þeim tíma, sem gagnanna var aflað. Sérstaklega á þetta við gögn sem eru á jöklum. Þótt gefnir séu nokkrir punktar í leið, er almennt ekki hægt að fara beint á milli þeirra í blindni.

Leiðin er um 19 km.

29.7.2006 - ehh@ehh.is

GPX: 0092 - Dreki - Dyngjufell 1998-07-19.gpx

GPS punktar í GPX skrá

Lýsing Breidd Lengd
0092-01 Dreki - skáli FFA í Öskju N65 02,530 W16 35,708
0092-02 Öskjuop - bílastæði N65 04,023 W16 43,506
0092-03 Skilti undir hlíð. Dyngjufell 12 km og Dreki 9 km N65 04,466 W16 44,225
0092-04 Austan við tungu undir Jónsskarði N65 04,577 W16 48,599
0092-05 Skilti við Jónsskarð. Dyngjufell 8 km, Dreki 13 km N65 04,523 W16 49,070
0092-06 Jónsskarð að norðanverðu N65 04,970 W16 49,367
0092-07 Varða ofan brekku N65 06,455 W16 52,138
0092-08 Varða - brekkubrún N65 06,574 W16 52,559
0092-09 Varða - brekkubrún N65 06,853 W16 54,398
0092-10 Skilti. Dyngjfell 1 km, Dreki 20 km N65 07,000 W16 54,951
0092-11 Dyngjufell - skáli FFA N65 07,500 W16 55,275

Kort af leiðinni

-

Hæðarferill

-