0086 - Stakkadalur í Aðalvík - Straumnesfjall 2002-07-06

Gengið frá skálanum í Stakkadal, yfir Stakkadalsós að Straumnesfjalli. Veginum fylgt upp fjallið og úteftir því að yfirgefinni herstöðsstöð Bandaríkjahers. Þaðan farið um Öldudal niður í Rekavík bak Látur. Gengið inn Rekavíkina og vegi fylgt að Norður Aðalvík. Síðan sama leið að Stakkadal.

Athugið að í gögnunum eru aðeins punktar - ekki ferlar.

GPS punktar, ferlar og önnur gögn á þessari síðu eru birt án ábyrgðar. Þeir sem nota gögnin verða að gera sér ljóst að þau geta verið ónákvæm eða röng og aðstæður breyttar frá þeim tíma, sem gagnanna var aflað. Sérstaklega á þetta við gögn sem eru á jöklum. Þótt gefnir séu nokkrir punktar í leið, er almennt ekki hægt að fara beint á milli þeirra í blindni.

Leiðin er um 17 km.

21.7.2006 - ehh@ehh.is

GPX: 0086 - Stakkadalur í Aðalvík - Straumnesfjall 2002-07-06.gpx

GPS punktar í GPX skrá

Lýsing Breidd Lengd
0086-01 Stakkadalur - skáli N66 22,884 W22 59,075
0086-02 Stakkadalsós - vað N66 22,891 W22 59,313
0086-03 Vegur undir Straumnesfjalli N66 23,965 W23 00,085
0086-04 Vegur rétt ofan brúna á Straumnesfjalli N66 23,976 W23 02,307
0086-05 Ræsi á vegi N66 24,778 W23 04,727
0086-06 Á vegi skammt frá húsi N66 25,289 W23 06,046
0086-07 Herstöð - rústir N66 25,803 W23 05,663
0086-08 Varða ofan brúnar Öldudals N66 25,487 W23 05,763
0086-09 Varða neðan brúnar Öldudals N66 25,438 W23 05,540
0086-10 Leiðarpunktur N66 25,272 W23 04,694
0086-11 Klettabrún. Farið niður N66 25,202 W23 03,756
0086-12 Rekavík rústir við fjörukamb N66 25,168 W23 03,363
0086-13 Á vegi til Rekavíkur bak Látur N66 24,260 W23 00,352
0086-14 Á vegi uppá Straumnesfjall N66 24,191 W23 00,124

Kort af leiðinni

-

Hæðarferill

-