0082 - Hornvík - Hornbjargsviti 2003-07-29

Gengið frá tjaldstæðinu í Hornvík. Farið yfir Hafnarós við Kýrá og um Kýrskarð að Hornbjargsvita. Síðan gengið norður með Hornbjargi að Skófnabergi. Þaðan var haldið niður í Hornvík og götunni í fjörunni fylgt. Farið yfir Hafnarós á sama stað og áður og að tjaldstæðinu í Hornvík.

Punktar í leiðinni eru úr ferðum frá 1997, 2001 og 2003.

Athugið að í gögnunum eru aðeins punktar - ekki ferlar.

GPS punktar, ferlar og önnur gögn á þessari síðu eru birt án ábyrgðar. Þeir sem nota gögnin verða að gera sér ljóst að þau geta verið ónákvæm eða röng og aðstæður breyttar frá þeim tíma, sem gagnanna var aflað. Sérstaklega á þetta við gögn sem eru á jöklum. Þótt gefnir séu nokkrir punktar í leið, er almennt ekki hægt að fara beint á milli þeirra í blindni.

Leiðin er um 15 km.

21.7.2006 ehh@ehh.is

GPX: 0082 - Hornvík - Hornbjargsviti 2003-07-29.gpx

GPS punktar í GPX skrá

Lýsing Breidd Lengd
0082-01 Hornvík Tjaldstæði N66 25,504 W22 29,381
0082-02 Hafnarós vað að vestanverðu N66 25,112 W22 27,479
0082-03 Hafnarós vað að austanverðu N66 25,079 W22 27,097
0082-04 Neðan Kýrskarða við Kletta N66 24,664 W22 25,653
0082-04 Neðan Kýrskarðs við kletta N66 24,664 W22 25,653
0082-05 Kýrskarð - Varða N66 24,579 W22 25,300
0082-06 Austan Kýrskarðs - vegamót N66 24,571 W22 25,089
0082-07 Hornbjargsviti N66 24,642 W22 22,771
0082-08 Blakkibás - Þverhnýpt N66 24,732 W22 23,341
0082-09 Steinn - leiðarpunktur N66 24,985 W22 23,454
0082-10 Gjá sem þarf að krækja fyrir N66 25,108 W22 23,536
0082-11 Leiðarpunktur N66 25,481 W22 23,507
0082-12 Ofan brekku - þvernhýpt N66 25,972 W22 23,787
0082-13 Efst í dal við Skófnaberg N66 26,120 W22 23,974
0082-14 Lækur við götu með jó N66 26,338 W22 26,341
0082-15 Steinþórsstandur N66 25,798 W22 26,600

Kort af leiðinni

-

Hæðarferill

-