0071 - Álftavötn - Strútur 2001-08-06

Gengið frá Álftavötnum, skála Útivistar, yfir Syðri Ófæruá á steinbrú og síðan upp með ánni. Farið norðan Svartahnúksfjalla til vesturs að Hólmsárbotnum. Þar er vaðið yfir Hólmsá á eyrum. Handan ár fylgt götu í Skófluklif og þaðan í skála Útivistar vestan við fjallið Strút.

Athugið að í gögnunum eru aðeins punktar - ekki ferlar.

GPS punktar, ferlar og önnur gögn á þessari síðu eru birt án ábyrgðar. Þeir sem nota gögnin verða að gera sér ljóst að þau geta verið ónákvæm eða röng og aðstæður breyttar frá þeim tíma, sem gagnanna var aflað. Sérstaklega á þetta við gögn sem eru á jöklum. Þótt gefnir séu nokkrir punktar í leið, er almennt ekki hægt að fara beint á milli þeirra í blindni.

Leiðin er um 18 km.

8.5.2008 - ehh@ehh.is

GPX: 0071 - Álftavötn - Strútur 2001-08-06.gpx

GPS punktar í GPX skrá

Lýsing Breidd Lengd
0071-01 Álftavötn - Skáli Útivist N63 53,873 W18 41,445
0071-02 Steinbrú - Syðri Ófæra N63 53,920 W18 42,399
0071-03 Vað á Syðri Ófæru N63 53,584 W18 44,904
0071-04 Á hálsi N63 53,929 W18 48,383
0071-05 Norðan Svartahnúksfjalla N63 53,658 W18 50,881
0071-06 Við Hólmsá N63 52,393 W18 54,601
0071-07 Hólmsárbotnar N63 52,151 W18 56,038
0071-08 Á hálsi N63 51,310 W18 55,669
0071-09 Skóflukleif - vegur endar N63 50,578 W18 57,390
0071-10 Strútur - skáli Útivistar N63 50,317 W18 58,489

Kort af leiðinni

-

Hæðarferill

-