You are here

Auglýsing um úthlutun 2007

(Auglýsing á vef Stúdentaráðs 20. júní 2007)

Styrkur úr Hrafnkelssjóði

Hrafnkelssjóður var stofnaður 1930 af hjónunum Ólafíu Guðfinnu Jónsdóttur og Einari Þorkelssyni til minningar um son þeirra Hrafnkel Einarsson stud.polit. (1905-1927).

Tilgangur sjóðsins er að veita íslenskum stúdentum styrk, þeim er þess þurfa, til að rækja nám við erlenda háskóla.

Styrkur verður veittur úr sjóðnum á ártíð Hrafnkels Einarssonar þann 13. ágúst árið 2007.

Hlutverk Hrafnkelssjóðs er að veita íslenskum stúdentum styrk, þeim sem þess þurfa, til að rækja nám við erlenda háskóla og gilda um það eftirfarandi reglur:

1. Íslenskir stúdentar, sem hyggja á nám erlendis á meistara- eða doktorsstigi, og hafa lokið íslensku stúdentsprófi með að minnsta kosti annarri einkunn, eiga rétt á að sækja um styrk til sjóðsins.

2. Umsækjendur skulu greina frá eftirfarandi:
  a. Námsgrein og skóla
  b. Staðfestri skólavist
  c. Ferilsskrá
  d. Hvernig námið muni gagnast umsækjanda og framtíðarsýn
  e. Hvort umsækjandi njóti styrkja annars staðar frá
  f. Afrit prófskírteinis og meðmæli fylgi umsókn
 
3. Sjóðsstjórn hefur ákveðið að upphæð styrks úr Hrafnkelssjóði verði krónur 250.000.
 
4. Stjórn Hrafnkelssjóðs auglýsir styrkveitingu og skulu umsóknir hafa borist í síðasta lagi 13. júlí 2007. Styrkúthlutun verður tilkynnt 13. ágúst 2007 og miðast við þann dag samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins dagsettri þann 5. febrúar 1930.
 
Umsóknum um styrk árið 2007 úr Hrafnkelssjóði skal skilað til formanns Stúdentaráðs Háskóla Íslands, Dagnýjar Óskar Aradóttur, Stúdentaheimilinu við Hringbraut, 101 Reykjavík.